Reykjavík full logo

Tímalína máls

1

Í samráðsferli

2

Í vinnslu

Samráði lokið

Í vinnslu

Álitsfrestur er liðinn. Álit voru birt jafnóðum og þau bárust.

Boð um þátttöku (54)

Tenging við önnur mál (2)

Skjöl til samráðs

Tengiliður

Helga Guðmundsdóttir

helgag@arcur.is

Samráð 4

Álitsfrestur: 9.6.2024

Fjöldi álita: 54

Drög að stefnu

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Samráð um þjónustu við 0-6 ára börn og barnafjölskyldur

case image

Málsefni

Leitað er eftir samráði í tengslum við mótun á heildstæðri stefnu í málefnum 0-6 ára barna í Reykjavík til að varpa ljósi á núverandi stöðu og fá fram fjölbreytt sjónarmið um lausnir og tækifæri.

Nánari upplýsingar

Stýrihópur um mótun heildstæðrar stefnu um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík óskar eftir samráði við hagsmunaaðila í tengslum við þessa mikilvægu stefnumótun. Í því felst að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila um núverandi stöðu, áskoranir og fá fram fjölbreytt sjónarmið um lausnir og tækifæri fram á veginn.

Hagsmunaaðilar mega gjarnan koma á framfæri sjónarmiðum sínum og eftirfarandi eru spurningar sem gagnlegt væri að horfa til:

1. Núverandi staða: Hvað hefur gengið vel og hvað er ábótavant í þjónustu til barnafjölskyldna (börn 0-6 ára)?

2. Umhverfi og aðstæður barna: Hvernig teljið þið að best sé hægt að bæta umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík?

3. Samspil kerfa: Hvernig gætum við bætt samspil leikskólakerfisins, dagforeldrakerfisins og fæðingarorlofs svo það mæti þörfum barna, foreldra/forsjáraðila þeirra og jafnréttissjónarmiðum á sem bestan hátt?

4. Stefnumótun: Hvaða þættir þurfa að vera í forgrunni við gerð stefnumótunar um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára?

Hagsmunaaðilum er frjálst að fjalla um önnur málefni en hér eru tíunduð, m.a. fjölmenningarsjónarmið. Hagsmunaaðilar eru einnig hvattir til að senda ítarefni, m.a. tilvísanir í rannsóknir, gögn eða upplýsingar sem gagnlegt væri að horfa á í þessari vinnu.

Nánar um stýrihópinn:

Í gildandi samstarfssáttmála meirihluta borgarstjórnar segir að skipuleggja eigi borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Nú hefur stýrihópur um mótun heildstæðrar stefnu um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára hafið störf. Hlutverk hópsins er að móta stefnu sem taki heildstætt mið af umhverfi og aðstæðum barna og í því ljósi að hafa samráð við hagsmunaaðila um gerð stefnunnar.

Stýrihópinn skipa:

• Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi - formaður

• Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs

• Sabine Leskopf, borgarfulltrúi

• Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi

• Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi

• Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi

Stýrihópurinn hefur nú þegar hist á fjórum vinnufundum. Í kjölfar stefnumótunar mun hefjast gerð aðgerðaráætlunar þar sem horft yrði sérstaklega til samþættingu á fjölbreyttum lausnum og tillögum um hvernig styðja megi betur við börn og foreldra/forsjáraðila barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík. Þá yrði einnig horft til fjölþættra aðgerða sem stuðla að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Fyrir hönd stýrihóps

Magnea Gná Jóhannsdóttir

borgarfulltrúi og formaður stýrihóps