Tímalína máls
Í samráðsferli
Í vinnslu
Samráði lokið
Viltu senda inn álit?
Samráðið er opið og öllum er frjálst að taka þátt. Álit eru birt jafnóðum og þau berast.
Boð um þátttöku (0)
Tengiliður
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
lydraedi@reykjavik.is
Samráð 18
Álitsfrestur: 30.4.2025
Fjöldi álita: 66
Annað
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar
Stutt kynning
Borgarstjórn hefur samþykkt að leita til starfsfólks og íbúa Reykjavíkurborgar eftir hugmyndum hvernig megi nýta bæði tíma og fjármagn Reykjavíkurborgar sem best. Óskað er eftir þínu liðsinni í þessu verkefni og eru allar tillögur og ábendingar vel þegnar.
Nánari upplýsingar
Samráðið er með þeim hætti að starfsfólk og íbúar Reykjavíkurborgar geta komið áliti, tillögum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri um betri nýtingu á tíma og fjármagni í starfsemi borgarinnar í Samráðsgátt Reykjavíkurborgar til 30. apríl nk.
Sérstakur vinnuhópur fer yfir innsend álit og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn. Niðurstöðurnar verða m.a. nýttar til að móta starfsemi borgarinnar þar sem við á, við gerð fjárhagsáætlunar og við útfærslu verkefna sem gætu stuðlað að því að nýta bæði tíma og fjármagn í fjölbreyttri starfsemi borgarinnar.
Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu sett fram með skýrum og málefnalegum hætti.
Álit sem send eru inn í samráðsgáttina birtast þar jafnóðum nema ef sendandi velur að fela bæði nafn sitt og álit.
Í öllu ferlinu er fullum trúnaði heitið.