Reykjavík full logo

Tímalína máls

1

Í samráðsferli

2

Í vinnslu

Samráði lokið

Í vinnslu

Álitsfrestur er liðinn. Álit voru birt jafnóðum og þau bárust.

Boð um þátttöku (34)

Skjöl til samráðs

Tengiliður

Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir

halldora.gunnarsdottir@reykjavik.is

Samráð 14

Álitsfrestur: 27.11.2024

Fjöldi álita: 5

Drög að stefnu

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 til og með 2027

Stutt kynning

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð Reykjavíkurborgar óskar eftir ábendingum um það sem betur má fara í drögum að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi fyrir árin 2025-2027.

Nánari upplýsingar

Aðgerðaráætlunin Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi er unnin af mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar í samráði við svið borgarinnar.

Áætlunin er sett fram til að fá yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir í vinnu gegn ofbeldi. Hún er einnig vegvísir í baráttunni gegn ofbeldi og er ætlað að tryggja að þau verkefni sem tilgreind eru verði framkvæmd. Aðgerðaráætlunin getur aldrei orðið tæmandi enda eru ýmis verkefni sett á fót með litlum fyrirvara til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Það er einnig oft matsatriði hvaða verkefni eigi heima í slíkri áætlun og svo getur verið erfitt að afla upplýsinga um öll þau verkefni sem í gangi eru á fjölmörgum stofnunum borgarinnar.

Óskað er eftir ábendingum um efni sem þyrfti að vera inni í áætluninni og Reykjavíkurborg hefur umboð til að vinna en er ekki að finna í drögunum. Það væri kostur ef ábendingin að verkefni eða verkefnum væri sett upp með sama hætti og er í drögunum en það myndi auðvelda úrvinnslu. Jafnframt er óskað eftir ábendingum um hvað eina sem betur má fara. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð tekur endanlega ákvörðun um það sem er í áætluninni.

Núgildandi aðgerðar áætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi.

https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/1_adgerdaraaetlun_gegn_ofbeldi_.pdf